Áfram í innihald
Andlitsgrímugerð 3-D Mask

Andlitsgrímugerð 3-D Mask

Sýnikennsla í hvernig á að gera "Boat Style 3-D" 3ja laga grímu.

Hvað þarf?:

    • 100% Bómmullarefni og Undrafiltersefnið klippt niður ferhyrnt 25,5 sm x 17,8 sm. Ytra og innrabyrði úr bómull og millibyrði filterinn. 3 lög semsagt.
    • 2 teygjubútar 25 sm að lengd eða teygja að eigin vali.
    • Tvinni sem passar efninu
    • Saumavél
    • Títuprjónar
    • Efnaskæri
    • Straujárn (valfrjálst)

Tími:

30 mínútur

Erfiðleikastig:

Auðvelt

Byrjum núna!

  1. Taktu tvö stykki af efninu og filtersefnið leggið saman með filtersefnið neðst eða efst, svo hann hafni í miðjunni þegar búið er að snúa grímunni út. Brjótið rétthyrninginn einu sinni yfir miðjuna og síðan aftur í hina áttina til að búa til minni rétthyrning. Á hornunum án nokkurra brota, mælið um það bil 3,8 sm inn á hvorri hlið og klippið hornið af á þessum punktum. Leysið upp litla rétthyrninginn og þá hafið þið áttkantform af efnunum þremur. Títuprjónið niður um ytri brúnirnar og saumið allar nema eina, því það þarf að snúa efnunum við.

    Boat Mask 1a

    Boat Mask 1b

  2. Snúðu efnunum varlega við svo að filtersefnið skaðist ekki og hafni á milli innra og ytra byrði. Stingdu brúnunum inn við opið. Títuprjónaðu það til að loka. Saumið alla leið í kringum grímuna til að gefa henni fallegan kant.

    Boat Mask 2
  3. Taktu átthyrningsformið og brjóttu langhliðina upp við hornin. Endurtaktu það hinu megin. Festu hliðarnar niður með títuprjónum og saumaðu rétt meðfram brúnunum til að festa þær.

    Boat Mask 3
  4. Taktu teygjustykkin og settu þau við stuttu endana á grímunni. Brjótið brúnirnar yfir til að hylja þær, festið og saumið, passið samt að sauma ekki yfir teygjuna. Bindið endana á teygjunni saman.

    Boat Mask 4
  5. Lokaskrefið er að taka langbrettu hliðina, taka þær upp og brjóta út svo langhliðarnar mæti langbrúninni efst og neðst á grímunni. Saumið beina línu meðfram báðum stuttum endum til að festa nef og hökuflipana. Prófaðu grímuna til að athuga hvort að teygjan er rétt að lengd, aðlagaðu hnútana ef þörf krefur og notaðu síðan skæri eða gaffal til að stinga hnútnum í raufarvasann til að fela hann

    Boat Mask 5a

    Boat Mask 5b





 

Næsta grein Hlífðargrímur og andlitshlífar! CEN Standard