Hlífðargrímur og andlitshlífar! CEN Standard
Hlífðargrímur
Leiðbeiningar um lágmarkskröfur og notkun
Þetta er samantekt og þýðing úr skjali CWA 17553 frá því í júní 2020 frá CEN þar sem settar hafa verið leiðbeiningar og reglur um „Non Medical“ andlitshlífar og grímur.
EUROPEAN COMMITTEE FOR STANDARDIZATION COMITÉ EU R OP ÉEN D E NORMAL IS ATION EUROPÄISCHES KOMITEE FÜR NORMUN G
Þýtt og tekið saman af Sveini Dal Sigmarssyni fyrir
Hér er hægt að hlaða niður skjalinu í pdf formi
Inngangur
Hlífðargrímur (andlitsgrímur) eru ætlaðar til notkunar fyrir fólk sem sýnir ekki klínísk einkenni veirusýkingar eða bakteríusýkingar og kemst undir venjulegum kringumstæðum ekki í snertingu við fólk sem sýnir slík einkenni.
Hlífðargrímur henta ekki börnum yngri en 3ja ára. Mælt er með því að börn á aldrinum 3ja til 12 ára séu undir eftirliti á meðan þau klæðast hlífðargrímum. ATH: Lágmarksaldursviðmið geta verið mismunandi milli landa.
Þessar hlífðargrímur þekja og lágmarka vörpun öndunardropa, munnvatns eða hráka, þegar talað er, hóstað eða hnerrað. Þessar hlífðargrímur geta einnig takmarkað vörpun öndunardropa frá utanaðkomandi. Hlífðargrímurnar hindra einnig snertingu við hendur notandans
Mynd 1 - Takmarkar vörpun öndunardropa við umhverfið
Hér á eftir fer yfirlit yfir lágmarkskröfur fyrir hlífðargrímur:
-
Ráðleggingar um notkun eru eingöngu gefnar sem dæmi.
-
Fjallað er um skilgreiningu síunarstigs og loftflæði hlífanna.
-
Dæmi eru gefin um hvar hvetja ætti almenning til að nota hlífarnar í samræmi við gefin tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
-
Ráðleggingar fyrir mögulega framleiðendur hlífðargríma.
MIKILVÆGT: Það verður að hafa í huga að hlífðargrímur ná hámarksárangri þegar þær eru í beinni snertingu við húðina. Skegg getur dregið síunarskilvirkni niður fyrir þau mörk sem sett eru fram í þessu skjali.
MIKILVÆGT: Hlífðargrímur sem tilgreindar eru í þessu skjali falla ekki undir lækningatæki (MD) í skilningi tilskipunar 93/42/CEE eða reglugerðar ESB/2017/745, né sem persónuhlífar með merkingu reglugerðar ESB/2016/425 .
Lýsing
Hlífðargrímur hylja nef, munn og höku (þekjusvæði, sjá mynd 2) og skulu ekki innihalda neinn innöndunar- og/eða útöndunarventil (-).
Mynd 2 - Yfirborðssvæði hlífðargríma
Hlífðargrímur eru gerðar úr einu eða margföldu dúklagi (ofið, prjónað, óofið o.s.frv.). Þær skulu hafa festibúnað annað hvort yfir höfuð eða á bak við eyru.
Hlífðargríman verður að haldast föst yfir nefi, kinnum og höku notandans, hvort sem húðin er þurr, rök eða við hreyfingu.
Loft til innöndunar á að komast að mestu leyti inn í grímuna í gegnum efnið og koma beint á svæði nefsins og munnsins. Útöndunarloft á að fara sömu leið út í andrúmsloftið, ekki meðfram grímunni.
Pakkning
Hlífðargrímunum skal pakkað á þann hátt að umbúðirnar vernda þær gegn tjóni og mengun fyrir notkun.
Efni
Framleiðandinn skal taka tillit til eftirfarandi við val á efni:
-
Öndun þess.
-
Getuna til að taka upp raka, til að koma í veg fyrir að hann nái til notandans.
-
Ekki skal nota efni sem valda ertingu, ofnæmisáhrifum eða öðrum eiturverkunum. Þetta mat er á ábyrgð framleiðanda.
-
Fyrir endurnotkun hlífanna skulu efnin sem notuð eru standast hreinsunarlotur, þvottaefni og aðferðir sem framleiðandinn tilgreinir og lofar.
Þvottur
Hlífðargrímur, sem tilgreindar eru endurnýtanlegar, skulu standast fjölda hreinsunarlota sem framleiðandinn lofar (að minnsta kosti 5 hreinsunarlotur) með lágmarksþvottastigið 60°C.
Við hreinsun skal einungis nota vörur sem ekki hafa í för með sér neina heilsufarsáhættu, t.d. að skilja eftir sig hættuleg efni í hlífunum. Af þessum sökum er mælt með því að nota venjulegt þvottaefni og ekki nota mýkingarefni.
Ef vart verður við skemmdir á hlífunum eftir þvott eru hlífðargrímurnar ekki taldar uppfylla þær kröfur sem settar eru fram hér.
Hlífðargrímurnar má ekki þurrhreinsa því þurrhreinsunin skilur eftir efni sem eru hættuleg heilsunni.
Síunareiginleikar efnisins
Síunarskilvirkni er mæld í ögnum í kringum 3 (± 0,5) µm (micrometer) að stærð:
-
Síunarvirknin: Meiri eða sama og 70% (síar 70% af bakteríum og veirum sem eru 3 µm að stærð).
Höfuðfesting
Höfuðfestingar skulu vera nægilega öflugar til að halda hlífðargrímunum stöðugum og án þrengsla og óþæginda þegar þær eru bornar. Höfuðólarnar geta bæði farið um höfuð notandans eða á bak við eyrun.
Öndunarviðnám og loftflæði
Loftflæði ætti að vera meiri eða jöfn 96 l/s/m2 fyrir lofttæmisþrýsting upp á 100 Pa.
Notkunarleiðbeiningar
Við sölu á hlífðargrímum skal framleiðandinn láta fylgja með notkunarleiðbeiningar sem innihalda að minnsta kosti eftirfarandi þætti:
-
Þvottaleiðbeiningar (þvottur og þurrkun).
-
Fyrir endurnýtanlegar grímur skal eftirfarandi koma fram:
-
Til að nota þessa hlífðargrímur á réttan hátt er mikilvægt að fylgja þessum leiðbeiningum.
-
Ef þú ert veikur eru hlífðargrímur ekki við hæfi. Leitaðu ráða hjá lækni.
-
Hlífðargrímur eru ekki lækningatæki í skilningi tilskipunar 93/42/CEE eða reglugerðar ESB/2017/745 (skurðlækningagrímur) né eru þær persónulegur hlífðarbúnaður í skilningi reglugerðar ESB/2016/425 (öndunarhlíf/tæki).
-
Athugaðu alltaf hvort gríman er rétt fest og hylji nef, munn og höku. Mælt er með því að hlífðargrímurnar snerti bera húð; skegg getur dregið úr síun og skilvirkni, niður fyrir þau mörk sem sett eru fram.
-
Ef við á: Hlífðargrímur henta ekki börnum yngri en 3ja ára. Mælt er með því að börn á aldrinum 3ja til 12 ára séu undir eftirliti á meðan þau klæðast hlífðargrímum.
-
Hlífðargríma sem hindrar getu notandans til að anda þegar sett er á í fyrsta sinn er ekki talin hentug. Það getur tekið tíma að venjast notkun hlífðargrímunnar.
-
Hlífðargrímur og andlitshlífar koma ekki í stað verndarráðstafana (reglulegur handþvottur, líkamlegur aðskilnaður, minni snerting við annað fólk). Þær lágmarka vörpun öndunardropa munnvatnsins út í umhverfið.
-
Ekki nota hlífarnar þegar þú tekur þátt í kröftugri líkamsrækt.
-
Hættu að nota vöruna við fyrstu merki um skemmdir.
-
Þær hlífðargrímur sem tilgreindar eru sem fjölnota skal þvo fyrir fyrstu notkun nema framleiðandi mæli með öðru.
-
Ekki nota þurrhreinsun og mýkingarefni.
-
Hreinsið fjölnota hlífðargrímur eftir hverja notkun.
-
Mynd 5: Fylgið alltaf reglum um líkamlega fjarlægð, þrátt fyrir notkun hlífðargríma
Notkun hlífðargríma: Hvað ber að forðast!
Eftirfarandi listi inniheldur dæmi um notkun á hlífðargríma sem ber að varast og byggir á upplýsingum hér að framan:
-
Það er ekki hægt að sótthreinsa hlífðargrímu með frystingu. Veirur eða bakteríur halda lífi við 4°C og missa ekki smitgetu.
-
Fylgja skal reglum um líkamlega fjarlægð eins og kostur er, jafnvel þó að notuð sé hlífðargríma.
-
Ekki er mælt með því að sjóða hlífðargrímu nema það sé ráðlagt af framleiðanda. Það er engin trygging fyrir því að efnið þoli 100°C hitastig sjóðandi vatns án þess að skemmast.
-
Ef fylgt er þvottaleiðbeiningum er venjulega ekki nauðsynlegt að sótthreinsa hlífðargrímuna áður en hún er sett upp.
Sérstakar ráðleggingar fyrir heimagerðar (DIY) hlífðargrímur.
-
Ráðleggingar
-
Notaðu þétt efni;
-
Settu saman í tvö eða þrjú lög af efni (má vera sama eða mismunandi );
-
Notaðu efni/dúk sem hleypir lofti í gegn þegar þú andar;
-
Notaðu efni/dúk sem er nægilega mjúkt og sveigjanlegt til að tryggja þéttleika;
-
Ekki nota efni sem er létt og laust í sér;
-
Ekki nota hefti við hönnun eða samsetningu hlífðargríma;
-
Ekki búa til hlífðargrímur með einni þykkt efnis;
-
Ekki nota efni sem hindrar loftflæði þegar þú andar;
-
Notaðu efni/dúk sem eru ekki of hlý;
-
Notaðu slétt, ekki ertandi efni;
- Ekki nota efni sem eru of stíf og of þétt;
- Þvoðu efnið áður en það er klippt, lágmark við 60°C.;
-
Ekki nota hlý efni sem gerir það að verkum að erfitt er að klæðast;
-
Ekki nota ertandi efni sem gerir það að verkum að erfitt er að klæðast grímunni;
- Ekki nota lóðrétta sauma meðfram nefi, munni og höku;
- Ekki nota ryksugupoka, einangrunarefni sem notað er við byggingar, í bleyjur osfrv.;
- Ekki nota vefnaðarvöru sem er hugsanlega meðhöndluð með skaðlegum efnum.;
-
Dæmi um notkun á hlífðargrímum
Að setja á sig hlífðargrímu
Til þess að hámarka árangur skal nota hlífðargrímur á réttan hátt og fylgja leiðbeiningum. Það er mælt með því að hlífðargrímurnar snerti bera húð og að eftirfarandi skrefum er fylgt:
-
Þvoðu hendur þínar með góðri sápu og vatni eða nuddaðu með bursta áður en þú tekur á samfélagshlífunum.
Mynd E.1: Handþvottur
-
Við endurnotkun samfélagshlífanna skaltu ganga úr skugga um að efnið hafi verið þvegið á réttan hátt í samræmi við ráðleggingar hér.
-
Finndu toppinn, ytri og innri hliðina á hlífinni/grímunni.
-
Settu hlífina á andlitið (með munninn og nefið hulið), með nefbrúnina (ef hún er til staðar) á nefið.
Mynd E.3: Staðsetning hlífðargrímunnar
eða dúkböndin á höfuðbeltinu á bak við höfuðið eða í kringum eyrun.
f. Dragðu niður neðri hluta grímunnar og hyldu höku án þess að afhjúpa nefið.
Mynd E.5: Staðsetning hlífarinnar gangvart höku
-
Athugaðu hvort gríman hylur hökuna rétt.
-
Klemmdu nefbrúnina á grímunni (ef hún er til staðar) með báðum höndum til að þétta hana yfir nefið.
Mynd E.6: Klemmun nefbrúnarinnar
-
Athugaðu hvort gríman er rétt staðsett. Það gerir þú með því að athuga loftþéttingu og að það séu engin öndunaróþægindi.
-
Þegar gríman hefur verið aðlöguð og leiðrétt skal ekki snerta ytra byrði grímunnar með höndum. Í hvert skipti sem snerting verður á hlífðargrímunni verður notandinn að þvo hendur með sápu og vatni eða nudda með handhreinsiefni/spritti.
Mynd E.7: Ekki snerta aðlagaða hlífðargrímu
Mynd E.8: Hvernig á að laga hlífðargrímuna
Mynd E.9: Staðsetning höfuðóla fer eftir gerð grímunnar
Fjarlægja hlífðargrímu
Það er hætta á að menga andlit eða umhverfi þegar hlífðargríman er fjarlægð. Til að forðast það eru hér tillögur:
-
Fjarlægðu hlífðarhanskana ef við á.
-
Þvoðu hendur þínar með sápu og vatni eða nuddaðu með handhreinsiefni/spritti.
Mynd E.10: Handþvottur
- Fjarlægðu hlífðargrímuna með því að halda aftan í teygjanlegu ræmurnar eða dúkböndin án þess að snerta framhlið hlífarinnar.
-
Settu hlífðargrímuna sem á að henda, í sérstakt ruslílát.
-
Settu grímuna sem á að þvo í sérstakt ílát (hreinn plastpoki).
Mynd E.12: Settu hlífðargrímuna í sérstakt ílát
-
Þvoðu hendur þínar með sápu og vatni eða nuddaðu með handhreinsiefni/spritti.
Mynd E.13: Handþvottur
-
Hreinsið hið utanaðkomandi sérstaka ílát með hreinsiefni/spritti.
Mynd E.14: Þvo ílát
Þvottaleiðbeiningar
Hreinsunarferill (vélarþvottur með venjulegu þvottaefni fylgt eftir með þurrkun) samanstendur af skrefunum sem mælt er með af yfirvöldum eða framleiðanda hlífðargrímanna (leiðbeiningar um notkun, leiðbeiningar um hreinsun). Þvottahitinn skal vera að lágmarki 60°C.
Forðast skal snertingu slitinna eða skemmdra grímna og hreinna fata. Þeir sem eru ábyrgir fyrir þvotti ættu að verja sig þegar þeir eru meðhöndla notaðar og jafnvel skítugar hlífðargrímur ef þær eru ekki í sérstöku íláti (hreinn plastpoki).
ATH 1: Möguleg viðbótarráðstöfun er, áður en þú þværð hlífðargrímurnar, að þrífa þvottavélina þína með köldu vatni, skola með klór eða þvo vélina tóma við 60°C eða 95°C án þess að nota vindingu.
ATH. 2: Ekki er mælt með notkun mýkingarefnis.
Hlífðargrímurnar skal þvo með einhverri kjölfestu (t.d. handklæði eða rúmfötum) til að viðhalda vélræna þætti þvottsins.
Mynd E.15: Þvottur á hlífðargrímum
Mælt er með algerri þurrkun á hlífðargrímunum innan tveggja klukkustunda frá því að þvotti er lokið.
ATH. 3: Ekki er mælt með þurrkun með örbylgjuofni eða hárþurrku vegna skorts á stjórnun hitastigs hvers svæðis á yfirborði hlífarinnar og hugsanlegu tjóni á síunarefninu ef það er hitanæmt.
Sjónræn skoðun (með hlífðarhönskum eða þvegnum höndum) skal framkvæmd eftir hverja hreinsun. Ef vart verður við skemmdir á grímunum verður að henda þeim.
Notkunartími
Hlífðargrímur skulu þvegnar eftir hvert skipti sem þær eru notaðar. Blautar eða óhreinar hlífar skulu ekki notaðar. Það ætti ekki að setja hlífarnar í biðstöðu á enni eða undir höku, á meðan eða eftir notkun.
Mynd E.18: Óhreint og blautt yfirborð hlífðargrímunnar
Mynd E.19: Biðstaða hlífðargrímu
Ekki endurnota slitnar eða blautar hlífðargrímur. Hreinsið hlífðargrímurnar eftir hverja notkun.